Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Ójöfnuður og leynimakk

Jafnrétti er stórt og mikið hugtak sem nær til allra sviða mannlífsins. Öll börn og unglingar eiga rétt á námi við sitt hæfi. Jafnrétti til náms er bundið í lögum en samt fáum við fréttir af því að fólk þurfi að flýja land vegna þess að sjónskert börn fái ekki nám við sitt hæfi. Og við höfum líka heyrt fréttir af því að Hjálparstofnun kirkjunnar styðji nokkra unglinga til náms í framhaldsskólum sem annars hefðu þurft frá að hverfa vegna fjárhagsörðugleika. Það fylgdi sögunni að þörfin fyrir slíkan stuðning sé miklu meiri en sú stofnun getur annað.

Kynbundinn launamunur er enn 15,7% og hefur ekki breyst síðustu 12 árin. Þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til m.a. mismunandi vinnutíma og ólíkra starfa karla og kvenna. Konur fá sem sagt aðeins rúm 84% af launum karla. Það sem vantar uppá full laun fyrir vinnuna eru konur látnar gefa samfélaginu.

Kynbundinn launamunur líðst í skjóli gamalla, úreltra og óréttlátra viðhorfa sem enginn vill kannast við opinberlega. Hann þrífst því best í fyrirtækjum og stofnunum sem fyrirskipa launaleynd. Þar sem starfsfólkið má ekki segja hvert öðru frá því hvað það hefur í laun. Sums staðar er það brottrekstrarsök að segja nokkrum manni frá því hver launin eru.

Kúgunartækin eru margvísleg. Ójöfnuður, misrétti og leynimakk eru öflugust þeirra. Það á ekki að líðast í ríku samfélagi eins og okkar að ójöfnuðurinn sé svo mikill að sumir unglingar þurfi að hverfa frá námi í framhaldsskóla vegna fjárhagsörðugleika.

         Það á heldur ekki að líðast að konur fái lægri laun vegna þess eins að þær eru konur. Það er allra hagur að kynbundinn launamunur verði úr sögunni því hærri laun kvenna munu auka ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu.

 


Enn er hoggið þar sem síst skyldi

Iðjuþjálfun geðdeildar Landspítalans verður lokað á morgun. Þar með verður að mestu hætt að veita geðsjúkum endurhæfingu, sem hefur verið þeim nauðsynlegur undirbúningur til að komast aftur út á vinnumarkaðinn.

Þarna finnst mér hoggið þar sem síst skyldi. Og raunar afar óskynsamlegt að reyna ekki að hjálpa fólki að fóta sig þegar það hefur þurft að takast á við jafn erfiða sjúkdóma og ýmsar geðraskanir eru.

Ástæða lokunarinnar er sú að ekki fæst starfsfólk þar sem það er á lægri launum á geðdeild Landspítalans en tíðkast annars staðar í ríkiskerfinu, fyrir sams konar vinnu.

Þarna er svo sannarlega sett stopp á fólk sem að öðrum kosti hefði átt möguleika á því að halda áfram og fara svo að takast á við lífið eins og allir aðrir.

Þetta er enn eitt bakslagið í heilbrigðiskerfinu.  

 


Stórfrétt í Fréttablaðinu!

Rauðhærðar konur ætla að stofna Samtök rauðhærðra kvenna.

Dóttir mín var rauðhærð.

Ein allrabesta vinkona mín er rauðhærð.

Fjögur af átta systkinum móður minnar eru rauðhærð.

Málið er mér skylt.

Áfram rauðhærðar konur!

 


Burt með biðlistastjórnina

Loksins koma raunhæfar tillögur um úrbætur strax!

Börn geta ekki beðið, hvort sem um geðraskanir eða þroskafrávik er að ræða. Vandi þeirra vex með hverjum degi sem líður án úrlausnar.

Aldraðir geta heldur ekki beðið. Þeir eiga skilið að fá að eyða ævikvöldinu við bestu hugsanleg skilyrði. Það er ótrúlegt að í allsnægta þjóðfélaginu sem við búum í séu 400 aldraðir á biðlista eftir hjúkrunarrými. Og fjöldi fólks í þvingaðri samvist. Fólk á að hafa frelsi til að búa eitt eða með þeim sem það kýs sjálft að búa með.

Peningahyggjan hefur verið alls ráðandi í okkar samfélagi síðustu árin, nú er nóg komið af henni.

Við viljum aukna velferð.

 


mbl.is Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmuleg frétt

Þetta er hörmuleg frétt. Ég hefði haldið að norskir karlmenn, og reyndar karlmenn yfirleitt, væru komnir lengra en þetta. Sérstaklega í löndum þar sem jafnréttisbaráttan hefur staðið lengi. Mér finnast þetta í rauninni ótrúlegar niðurstöður.
mbl.is Konunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónuleg eða pólitísk?

 Það er ekki lítið mál að blogga - ég er búin að komast að því! Átti frí í vinnunni á föstudaginn var og ákvað, full bjartsýni, að byrja að blogga. Skrifaði þá nokkrar færslur eins og sumir hafa komist að. En svo fór nú með þetta eins og dagbókarskrifin í gamla daga, alltaf eitthvað svo mikilvægt að gera í lífinu að skýrslugerðin varð að bíða. Svo áttu dagbókarskrifin það til að verða svo tilfinningaþrungin og opinská að ég fann mig knúna til að rífa bókina í tætlur og kveikja í henni á nokkurra vikna fresti. Og það er einmitt ein af spurningunum sem bloggarar hljóta að spyrja sig: Hversu persónulegt á bloggið að vera? Ég sé að sumir skrifa bara um pólitík og fréttir, aðrir blanda skondnum smásögum úr hversdagslífinu í bloggið sitt á meðan enn aðrir eru eins persónulegir og þeim sýnist.
 
Ákveði ég að verða persónuleg get ég sagt frá því að verkefni og atburðir helgarinnar voru allt frá því að vera erfið og sár yfir í að vera svo ánægjuleg að ég hef ekki skemmt mér betur í langan tíma. Hápunktur gleðinnar var fimmtugsafmæli rauðhærðu söngkonunnar sem var allra skemmtilegasta veisla sem ég hef verið í lengi og örugglega fimmtugsafmæli ársins! Það voru sko engin 50-centa skemmtiatriði þar, enda eintómir snillingar saman komnir á heimili söngkonunnar góðu.
 
Þegar ég var að fara yfir það í huganum hvernig helgin mín hefði verið flaug um huga mér ljóðlínan "Dýpsta sæla og sorgin þunga" og það varð til þess að ég fletti upp á þessu dásamlega ljóði og get ekki stillt mig um að birta það hér í heild:
 
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra máli ei talar tunga.
Tárin eru beggja orð.
 
Þetta dásamlega ljóð er eftir eina af okkar frábæru skáldkonum, Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum (f.1857 - d.1933).
 
 
Ákveði ég hins vegar að vera pólitísk standa kosningarnar í Frakklandi upp úr - og nú vona ég bara að Segolene drífi fram úr hinum frambjóðandanum - hvað´ann-nú-heitir-aftur- og verði forseti Frakklands 6. maí, Ingibjörg Sólrún forsætisráðherra Íslands viku síðar og Hillary svo forseti Bandaríkjanna.
 
Í gærkvöld urðu svo þau frábæru tíðindi að stofnað var Félag ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi.  Ég fór að sjálfsögðu á stofnfundinn og fylltist bjartsýni á framtíðina þegar ég sá þetta unga og áhugasama fólk sem ætlar að halda á lofti merkjum jafnaðarstefnunnar og berjast fyrir aukinni velferð og jöfnuði í samfélagi okkar. 
 


Ár hinna sterku kvenna

Það ætla ég svo sannarlega að vona að Torfi reynist sannspár og Segolene verði forseti Frakklands 6. maí. Svo vona ég líka að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra Íslands viku síðar og að Hillary Clinton verði forseti Bandaríkjanna áður en árið er úti. Þetta eru allt raunhæfir möguleikar, enda hefur verið talað um árið 2007 sem „ár hinna sterku kvenna“.

 

Það er mikilvægt að konur komist upp í gegnum glerþökin og inn í gegnum hliðin sem skella gjarnan í lás þegar konur nálgast. Það er mikilvægt að konur komist í valdastöður því þær ryðja brautina fyrir aðrar konur og fylla ungar stúlkur af sjálfstrausti og trú á það að þeim séu allir vegir færir. 

 

Og svo hafa þær svo mikið til málanna að leggja að þær eru algjörlega ómissandi þar sem ráðum er ráðið.

 
mbl.is „Ségolène hefur það“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókeypis í strætó

Hrikalegar fréttir og ljóst að eitthvað þarf að gera til að draga úr menguninni. Ókeypis í strætó fyrir alla væri ágætis byrjun.

Stoltenberg er með miklar áætlanir í gangi til að draga úr mengun í Noregi, eins og ég minnist á hér fyrir neðan (Góðir grannar), og við þurfum heldur betur að skoða okkar gang.

 


mbl.is Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um 30% í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Please don´t hate me"

Ég ætla að biðja ykkur um að hafa þolinmæði með mér þótt útlit síðunnar verði upp og ofan næstu daga. Ég er að reyna að finna eitthvað ásættanlegt, en þessar stöðluðu myndir er frekar svona klisjukenndar. 

Þetta stendur vonandi til bóta.

Og já: Lay Low er í algjöru uppáhaldi hjá mér...


Góðir grannar

Það gladdi mitt femíníska hjarta að frétta það að nú verða konur í fyrsta sinn í sögunni
í meirihluta ráðherraliðsins í Finnlandi, 12 konur af 20 ráðherrum. Finnar eru því ekki aðeins framsæknir í mennta- og efnahagsmálum heldur einnig í jafnréttismálum. Tarja Halonen forseti Finnlands skipar stjórnina formlega í dag. Við þurfum meira af þessu.

Góðu fréttirnar frá Noregi eru þær að Norðmenn með jafnaðarmanninn Jens Stoltenberg forsætisráðherra í fararbroddi, ætla að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stoltenberg lýsti þessu yfir á landsfundi Verkamannaflokks Noregs, þar sem hann sagði að minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda sé mikilvægasta verkefni samtímans. Markmið norsku jafnaðarmannanna er það að Noregur verði "grænt land" árið 2050. Áfangamarkmið eru að árið 2012 muni Noregur ná því að standa við Kyotobókunina og 10% betur og 2020 verði Norðmenn búnir að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 30%. Og Norðmenn ætla að gera enn betur því Stoltenberg lofaði flokksfélögum sínum því að fyrir árið 2050 muni Noregur kaupa losunarkvóta fyrir gróðurhúsalofttegundir sem nemur þeirri losun sem áfram verði í landinu. Þannig verði Norðmenn skuldlausir við umheiminn miðað við Kyotobókunina og það sem meira er: þeir muni ekki nota þann kvóta sem þeim er úthlutað samkvæmt pappírunum.

Jafnaðarmenn fögnuðu þessum yfirlýsingum Stoltenbergs með miklu lófataki á landsfundi sínum. 

Það gera jafnaðarmenn á Íslandi líka, enda umhverfismálin mikilvæg fyrir okkur öll.
 


Næsta síða »

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband