Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Þú ræður í dag

hverjir stjórna landinu á morgun.

Gleymum því ekki að í dag eru völdin í okkar höndum.

Látum atkvæðið okkar ekki falla dautt niður.

Við þurfum að skipta um ríkisstjórn.

Koma svo...

...kjósum xS


mbl.is Nærri helmingur búinn að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mennt er máttur!

Hér kemur almennilega skólastefna sem gefur öllum kost á að mennta sig. Það er ekki spurning að aukin menntun mun ekki aðeins koma einstaklingunum til góða heldur samfélaginu öllu.
mbl.is Samfylkingin boðar fjárfestingarátak í menntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær frétt, en dáldið merkileg tímasetning...

Frábær frétt, þótt tímasetningin sé dáldið merkileg, svo ekki sé meira sagt.

Listaháskólinn er búinn að berjast lengi fyrir nýju húsnæði.

Það er löngu kominn tími til að Listaháskólinn geti sameinað allar deildir sínar undir einu þaki, það býður upp á miklu meiri samvinnu milli deilda en áður.

Og tími til kominn að myndlistardeildin komist út úr sláturhúsinu.

Það hlýtur að vera fagnaðarefni að Listaháskólinn sé á svipuðum slóðum og H.Í. þar sem samvinna þessara skóla í listasögu og listfræði er þegar hafin.

Til hamingju segi ég nú bara!


mbl.is Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru bestir?

Maðurinn minn, sem stundar Neslaugina á morgnana, var spurður að því um daginn hvað hann ætlaði að kjósa. Hann svaraði að bragði: "Ég ætla að kjósa þann flokk sem boðar mesta jöfnuðinn og er með skýrustu framtíðarsýnina." "Nú," sagði þá sá sem spurði, "þú ætlar sem sagt að kjósa Samfylkinguna." Þetta var sjálfstæðismaður sem spurði en hann var engu að síður með það á hreinu hverjir væru bestir!

Við félagarnir í Kraganum áttum mjög ánægjulegar stundir í gær þegar við vorum að heimsækja fólk á Seltjarnarnesi og gefa því jafnaðarmannarósir. Okkur var í einu orði sagt afskaplega vel tekið, margir sögðust ætla að kjósa okkur og sumir voru þegar búnir að því vegna þess að þeir voru að fara til útlanda fyrir kjördag.

Sem sagt: Skemmtilegur dagur á Seltjarnarnesi og góður byr í Kraganum!


Samfylkingin með toppeinkunn

Samfylkingin er á góðri siglingu og sækir stöðugt í sig veðrið. Fékk toppeinkunn fyrir efnahagsstefnuna hjá Guðmundi Ólafssyni í Silfrinu í dag.

Þetta er allt að koma, stefnan er góð í öllum málaflokkum og það skilar sér á kjördag.


mbl.is Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn af sögum Ellýjar

Ég var að pæla í því, eftir að ég las bloggið hennar Ellýjar um það þegar konan kom heim að manninum sínum og vinkonu Ellýjar að gamna sér í baðinu, hvernig svona sögur væru ef þær snerust um konur á mínum aldri. Hef reyndar stundum hugsað um það líka þegar ég les svipaðar sögur og svokallaðar "feel-good"-bækur sem snúast velflestar um ævi og ástir kvenna á þrítugs- og fertugsaldri.

Konan sem kom þarna að manninum sínum og vinkonu Ellýjar gæti nefnilega hugsanlega verið ein af vinkonum mínum að drífa sig út á flugvöll og síðan á fund í Brussel, London eða einhverri annarri stórborg en slíkar borgir eru orðnar eins og annað heimili sumra vinkvenna minna. Hún mætti ekkert vera að því að stressa sig á svona smámunum, því það biðu hennar miklu mikilvægari málefni í Brussel.

Í framhaldi af þessu varð mér hugsað til bíómyndar sem var nýlega sýnd í Sjónvarpinu og gerð var eftir sögu Pearl S. Buck. Hún gerðist í Kína, þar sem Pearl bjó lengi, og fjallaði um konu sem var orðin dauðleið á því að þjóna eiginmanni sínum í hvívetna og fann því unga stúlku til að giftast honum og verða kona hans nr. 2. Sjálf varð hún svo ástfangin af presti sem rak munaðarleysingjahæli í nágrenninu en sú saga endaði með ósköpum þegar Japanir réðust inn í Kína.

Ef til vill var eiginkonan í sögu Ellýjar í sömu sporum og kínverska konan, nema hvað hún losnaði við að leita sjálf að konu nr. 2 handa kallinum. Ef marka má þá kínversku hefur hún verið dauðfegin því að maðurinn hafði fundið sér eitthvað til dundurs enda sjálf á leið til Brussel og hver veit hver beið hennar þar?


Eru jafnréttismálin gleymd og grafin?

Ég hef tekið eftir því í blöðum og bloggum að fólk kvartar yfir því að ekki sé talað um jafnréttismál í kosningabaráttunni og það er líkast til rétt að lítið hafi farið fyrir jafnréttis- og kvenfrelsismálunum á allra síðustu dögum.

Ég held að þegar ójöfnuður hefur aukist jafn mikið og raun ber vitni í okkar samfélagi verði hann svo hrópandi að athyglin hlýtur að beinast að honum. Við viljum ekki þá miklu stéttaskiptingu sem orðin er í samfélaginu og viljum leita leiða til að auka velferðina. Velferðarmálin hljóta því að fá mikið pláss í kosningabaráttunni. Þegar við erum farin að þurfa að horfa upp á að börn eru með skemmdar tennur vegna fátæktar, gamalt fólk bíður hundruðum saman eftir hjúkrunarrýmum, þarf að dvelja á dvalarheimilum fjarri sinni heimabyggð og sínum ættingjum, geðveik börn fá ekki þá meðferð sem þau þurfa, unglingar hafa ekki ráð á því að sækja nám í framhaldsskóla, o.s.frv., o.s.frv., þá er okkur einfaldlega nóg boðið.

Við þurfum að auka velferð og draga úr og helst útrýma stéttaskiptingunni sem hefur aukist svo brjálæðislega á undanförnum árum að djúp og breið gjá skilur að hina efnuðu og þá efnaminni.

Það er mikið talað um skattamálin vegna þess að skattar hafa hækkað á láglaunafólki og lækkað á hálaunafólki og fjármagnseigendum. Það þarf að hækka skattleysismörkin vegna þess að það kemur hinum tekjulægri til góða.

Jafnréttismálin eru þó ekki gleymd. Ingibjörg Sólrún talaðu um það í ræðu sinni á Landsfundi Samfylkingarinnar að útrýma þurfi óútskýrðum launamun kynjanna og hún talaði líka um það að hækka þurfi laun kvenna í hefðbundnum kvennastéttum hjá ríkinu. Þegar hún var borgarstjóri minnkaði launamunur kynjanna hjá borginni og fleiri konur voru ráðnar í stjórnunarstöður. Hún talaði líka um að afnema þurfi launaleynd en allt bendir til þess að launaleynd sé einn af þeim þáttum sem halda launum kvenna niðri.

Ingibjörg Sólrún er femínisti og hún  hefur barist fyrir bættum hag kvenna síðustu 30 árin eða svo. Hún mun ekki hætta því, hún mun halda því áfram.

Það er því mikilvægt fyrir konur að Ingibjörg Sólrún verði leiðandi í næstu ríkisstjórn og það er ekki nema vika í það að við getum skrifað nýjan kafla í Íslandssöguna með því að tryggja það að hún verði næsti forsætisráðherra Íslands, fyrst kvenna í því embætti.


Mál málanna

Ellý er náttúrlega að skrifa um mál málanna frá örófi alda til ókomins tíma sem eru samskipti kynjanna. Sérstaklega þau nánustu.

Engin furða að fólk vilji lesa um þau.

Konum finnst líkast til skemmtilegt að lesa þetta vegna þess að þetta eru sögur af vinkonuspjalli sem flestar konur kannast við...

Kannski finnst karlmönnum forvitnilegt að kynna sér hvernig konur hugsa... sérstaklega um þá!

Ef til vill eiga þessi skrif eftir að auka skilning kynja á milli, bæta þar með samskipti þeirra og draga úr hvers kyns sambandsvandamálum!

Sögur Ellýjar minna á sögurnar af Carrie og vinkonum hennar í New York og reyndar minna þær á pistla sem nokkrar erlendar blaðakonur hafa skrifað í  blöð og hafa síðan ratað á bók.

Kannski er það einstakt að Ellý er að skrifa sínar sögur á netið.

Áfram Ellý!


mbl.is Ellý segist hissa á hvað bloggið hennar er vinsælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður byr fyrir velferðarmálin

Góðar fréttir. Nú blæs byrlega fyrir Samfylkinguna sem hefur komið sínum málefnum vel til skila að undanförnu. Við Íslendingar erum jafnaðarmenn að hjartalagi, ég er alveg viss um það. Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn og viljum að búið sé vel að öllum börnum, þótt þau búi ekki í sama húsi og við. Við viljum ekki að sum börn fái ekki tannlæknaþjónustu vegna fátæktar.

Við viljum ekki að börn sem þjást af geðsjúkdómum þurfi að bíða von úr viti eftir því að fá læknismeðferð og heldur ekki að börn með þroskafrávik þurfi að bíða mánuðum og árum saman eftir greiningu og meðferð.

Við viljum búa eldri borgurum gott ævikvöld og útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum.

Við viljum jafnrétti og aukna velferð.


mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræmda vitleysan

Jæja, þá er fyrsta prófið búið, guði sé lof. Ég er sem sagt á kafi í samræmdu prófunum og við mæðginin erum búin að vera að læra íslensku hverja einustu lausa stund í marga daga. Vorum líka orðin nokkuð góð í orðflokkagreiningu þegar við hættum kl. 10 í gærkvöld og vitum nú alveg hver munurinn er á andlagi og sagnfyllingu!

Annars er ég á móti svona prófum sem leggja alla áherslu á bóklegar greinar og beina öllum í sama farveg. Hvers vegna er ekki hægt að velja um að taka samræmd próf í myndlist, textíl og tæknimennt jafnt og í bóklegu greinunum, fyrst verið er að hafa samræmd próf á annað borð? Og miklu frekar: hvers vegna ekki að leggja samræmdu prófin niður og finna aðrar leiðir til að meta stöðu nemenda út frá mismunandi hæfileikum þeirra og getu?

Það er ekkert annað í boði en samræmd próf í bóklegum greinum og því verða allir að leika sama leikinn með þeim afleiðingum að margir halda að það sé miklu merkilegra að velja bókleg svið í framhaldsskólunum heldur en þau verklegu. Þó bjóða sumir framhaldsskólar upp á mjög spennandi námsleiðir í list- og verkgreinum.

Síðan er talað um það á hátíðis- og tyllidögum að auka þurfi áhuga á verklegu námi.

Annað sem fylgir þessum blessuðu prófum er ægilegt stress yfir því í hvaða skólum börnin lenda. Þau geta ekki lengur sótt þá skóla sem eru næstir heimilum þeirra því skólarnir velja nemendurna inn eftir einkunnum. Og ef þau komast ekki inn í skólann sem þau setja í fyrsta sæti er ekki víst að þau komist í þann sem þau settu í annað sæti því sá tekur bara þá nemendur sem velja hann í fyrsta sæti.

Þetta er orðin einhver hringavitleysa sem ég botna ekki alveg í og skil ekki að sé nauðsynleg.

 


Næsta síða »

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband