Leita í fréttum mbl.is

Persónuleg eđa pólitísk?

 Ţađ er ekki lítiđ mál ađ blogga - ég er búin ađ komast ađ ţví! Átti frí í vinnunni á föstudaginn var og ákvađ, full bjartsýni, ađ byrja ađ blogga. Skrifađi ţá nokkrar fćrslur eins og sumir hafa komist ađ. En svo fór nú međ ţetta eins og dagbókarskrifin í gamla daga, alltaf eitthvađ svo mikilvćgt ađ gera í lífinu ađ skýrslugerđin varđ ađ bíđa. Svo áttu dagbókarskrifin ţađ til ađ verđa svo tilfinningaţrungin og opinská ađ ég fann mig knúna til ađ rífa bókina í tćtlur og kveikja í henni á nokkurra vikna fresti. Og ţađ er einmitt ein af spurningunum sem bloggarar hljóta ađ spyrja sig: Hversu persónulegt á bloggiđ ađ vera? Ég sé ađ sumir skrifa bara um pólitík og fréttir, ađrir blanda skondnum smásögum úr hversdagslífinu í bloggiđ sitt á međan enn ađrir eru eins persónulegir og ţeim sýnist.
 
Ákveđi ég ađ verđa persónuleg get ég sagt frá ţví ađ verkefni og atburđir helgarinnar voru allt frá ţví ađ vera erfiđ og sár yfir í ađ vera svo ánćgjuleg ađ ég hef ekki skemmt mér betur í langan tíma. Hápunktur gleđinnar var fimmtugsafmćli rauđhćrđu söngkonunnar sem var allra skemmtilegasta veisla sem ég hef veriđ í lengi og örugglega fimmtugsafmćli ársins! Ţađ voru sko engin 50-centa skemmtiatriđi ţar, enda eintómir snillingar saman komnir á heimili söngkonunnar góđu.
 
Ţegar ég var ađ fara yfir ţađ í huganum hvernig helgin mín hefđi veriđ flaug um huga mér ljóđlínan "Dýpsta sćla og sorgin ţunga" og ţađ varđ til ţess ađ ég fletti upp á ţessu dásamlega ljóđi og get ekki stillt mig um ađ birta ţađ hér í heild:
 
Dýpsta sćla og sorgin ţunga
svífa hljóđlaust yfir storđ.
Ţeirra máli ei talar tunga.
Tárin eru beggja orđ.
 
Ţetta dásamlega ljóđ er eftir eina af okkar frábćru skáldkonum, Ólöfu Sigurđardóttur frá Hlöđum (f.1857 - d.1933).
 
 
Ákveđi ég hins vegar ađ vera pólitísk standa kosningarnar í Frakklandi upp úr - og nú vona ég bara ađ Segolene drífi fram úr hinum frambjóđandanum - hvađ´ann-nú-heitir-aftur- og verđi forseti Frakklands 6. maí, Ingibjörg Sólrún forsćtisráđherra Íslands viku síđar og Hillary svo forseti Bandaríkjanna.
 
Í gćrkvöld urđu svo ţau frábćru tíđindi ađ stofnađ var Félag ungra jafnađarmanna á Seltjarnarnesi.  Ég fór ađ sjálfsögđu á stofnfundinn og fylltist bjartsýni á framtíđina ţegar ég sá ţetta unga og áhugasama fólk sem ćtlar ađ halda á lofti merkjum jafnađarstefnunnar og berjast fyrir aukinni velferđ og jöfnuđi í samfélagi okkar. 
 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband