Leita í fréttum mbl.is

Hörmuleg frétt

Þetta er hörmuleg frétt. Ég hefði haldið að norskir karlmenn, og reyndar karlmenn yfirleitt, væru komnir lengra en þetta. Sérstaklega í löndum þar sem jafnréttisbaráttan hefur staðið lengi. Mér finnast þetta í rauninni ótrúlegar niðurstöður.
mbl.is Konunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég sé nú sammála því að niðurstöðurnar sé alls ekki norskum karlmönnum til framdráttar myndi ég vilja fá að sjá spurningarnar í þessari könnun og beina niðurstöðu úr hverri spurningu fyrir sig. Það er því miður ótrúlega algengt að snúið sé illilega út úr niðurstöðum skoðanakannana og gæti þess vegna vel verið að svo sé í þessu tilviki (eins og öllum skoðanakönnunum þar sem spurningarnar eru ekki birtar). Eins setur maður alltaf varann á þegar svona kannanir koma fram því það er veruleg hætta á að spurningarnar séu leiðandi. Ég ætla langt því frá að fullyrða að svo sé í þessu tilviki - hef það bara fyrir vana að trúa ekki skoðanakönnunum nema ég fái allar upplýsingar um þær. T.d. væri fínt að fá upplýsingar um hverjir það voru sem tóku þátt í þessari könnun, var hún gerð í múslimahverfi í Osló? Er hún gerð meðal hins stóra hóps harðkristinna eða var hluti aðspurðra dæmdir nauðgarar?

Eins og venjulega forðast mbl.is að birta tengla í heimildir sínar svo það er ekki auðvelt að fletta þessu upp nema fara í rannsóknarvinnu.

Gulli (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Sonja B. Jónsdóttir

Þetta eru vissulega sláandi niðurstöður og maður verður eiginlega miður sín að lesa þetta. Gallup framkvæmir könnunina og ég sé ekki betur en að spurningarnar í skýrslunni, sem neðri linkurinn vísar á, séu hlutlausar en ekki gildishlaðnar eins og mér fannst örla á í mbl.fréttinni. Þar er talað um "daðurgjarnar" konur sem mér finnst vera gildishlaðið orð og neikvætt í garð kvenna. Í spurningunni er aftur á móti talað um að "konan hafi daðrað" sem hljómar öðruvísi, og gefur alls ekki til kynna að það sé eitthvað að því að daðra.

Á linknum hér fyrir neðan er fréttatilkynningin frá Amnesty og Reform

http://www.amnesty.no/web.nsf/pages/A258532786FC9C29C12572C7004280A8

og svo skýrslan sjálf
http://www.reform.no/filer/Endelig%20rapport%20i%20PDF.pdf

Bestu kveðjur,

Sonja

Sonja B. Jónsdóttir, 26.4.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband