7.7.2009 | 21:29
Blaut tuska frá Björgólfsfeðgum
Þetta svokallaða "tilboð" Björgólfsfeðga hlýtur að vera mesta ósvífni Íslandssögunnar.
Að skvetta þessu framan í þjóðina um leið og verið er að neyða okkur til að borga Icesave-skuldir þessara sömu manna upp á fleiri hundruð milljarða er þvílík óhæfa að annað eins hefur ekki heyrst í manna minnum.
Að málið skuli vera til umræðu, eins og haft er eftir forstöðumönnum Kaupþings, er svo eitt hneykslið í viðbót.
Að sjálfsögðu á ekki að ræða þetta mál, það á að senda þessa menn heim til sín að sækja peninga til að borga skuldir sínar.
Sá yngri er enn á lista yfir ríkustu menn heims og ætti að skammast sín!!!
Ætli málið yrði haft "til umræðu" ef við, almennir borgarar, gerðum bönkunum svona "tilboð" um að borga tæpan helming af skuldum okkar?
Ó, nei, það er ekki reynsla þeirra sem nú eru að missa heimili sín vegna gjörða þessara manna og kollega þeirra.
Ég er hrædd um að Vilhjálmur hafi á réttu að standa, hér muni brjótast út borgarastyrjöld ef Kaupþing verður við þessum ósvífnu óskum feðganna.
Varar við borgarastyrjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Tenglar
Hér er tengill á heimasíðuna mína www.123.is/sonjab
- Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Þjóðbókasafn Íslendinga og bókasafn Háskóla Íslands
- Heimasíðan mín
Athugasemdir
Með haustinu verða hér uppþot spái ég. Engin hugguleg búsáhaldabylting.
Ævar Rafn Kjartansson, 7.7.2009 kl. 22:38
Blessaðir mennirnir áttu aldrei neitt nema skuldir.....
Ómar Bjarki Smárason, 7.7.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.