23.6.2009 | 12:49
Hvar liggur snobbið og hrokinn?
Mér finnst umræðan um þessa frétt afar neikvæð. Liggur umrætt snobb og hroki kannski frekar í kerfinu sjálfu heldur en í foreldrum sem eru að reyna að styðja börnin sín í mótlætinu og hjálpa þeim að takast á við höfnunartilfinninguna?
Að sjálfsögðu þurfa allir að læra að takast á við mótlæti en það er samt sem áður erfitt fyrir 15-16 ára unglinga að taka endurtekinni höfnun.
Ég vil ítreka það að ég tel þetta "elítu"- fyrirkomulag slæmt, skólasamfélagið verður einsleitara þar sem valið er inn eftir einsleitum hæfileikum. Fólk þarf ekki bara að læra að taka höfnun - það þarf líka að læra að lifa og starfa í fjölbreytilegu samfélagi með einstaklingum sem búa yfir fjölbreytilegum hæfileikum - ekki bara hæfileikanum til að fá háar einkunnir í skólanum.
Það er margt annað mikilvægara í lífinu en háar einkunnir og skólarnir eiga að endurspegla það.
Mér finnst þessi umræða endurspegla ástandið í samfélaginu - við erum reið og hötum snobb og hroka sem er birtingarmynd þess sem hefur komið okkur sem þjóð á kaldan klaka - en það er ekki venjulegum foreldrum, sem eru að reyna að plástra sár barna sinna, að kenna.
Þessi umræða er orðin ansi persónuleg finnst mér og mig langar til að minna á þau fleygu orð að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Tenglar
Tenglar
Hér er tengill á heimasíðuna mína www.123.is/sonjab
- Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Þjóðbókasafn Íslendinga og bókasafn Háskóla Íslands
- Heimasíðan mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.