Leita í fréttum mbl.is

Ójöfnuður og leynimakk

Jafnrétti er stórt og mikið hugtak sem nær til allra sviða mannlífsins. Öll börn og unglingar eiga rétt á námi við sitt hæfi. Jafnrétti til náms er bundið í lögum en samt fáum við fréttir af því að fólk þurfi að flýja land vegna þess að sjónskert börn fái ekki nám við sitt hæfi. Og við höfum líka heyrt fréttir af því að Hjálparstofnun kirkjunnar styðji nokkra unglinga til náms í framhaldsskólum sem annars hefðu þurft frá að hverfa vegna fjárhagsörðugleika. Það fylgdi sögunni að þörfin fyrir slíkan stuðning sé miklu meiri en sú stofnun getur annað.

Kynbundinn launamunur er enn 15,7% og hefur ekki breyst síðustu 12 árin. Þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til m.a. mismunandi vinnutíma og ólíkra starfa karla og kvenna. Konur fá sem sagt aðeins rúm 84% af launum karla. Það sem vantar uppá full laun fyrir vinnuna eru konur látnar gefa samfélaginu.

Kynbundinn launamunur líðst í skjóli gamalla, úreltra og óréttlátra viðhorfa sem enginn vill kannast við opinberlega. Hann þrífst því best í fyrirtækjum og stofnunum sem fyrirskipa launaleynd. Þar sem starfsfólkið má ekki segja hvert öðru frá því hvað það hefur í laun. Sums staðar er það brottrekstrarsök að segja nokkrum manni frá því hver launin eru.

Kúgunartækin eru margvísleg. Ójöfnuður, misrétti og leynimakk eru öflugust þeirra. Það á ekki að líðast í ríku samfélagi eins og okkar að ójöfnuðurinn sé svo mikill að sumir unglingar þurfi að hverfa frá námi í framhaldsskóla vegna fjárhagsörðugleika.

         Það á heldur ekki að líðast að konur fái lægri laun vegna þess eins að þær eru konur. Það er allra hagur að kynbundinn launamunur verði úr sögunni því hærri laun kvenna munu auka ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband