Leita í fréttum mbl.is

Enn af sögum Ellýjar

Ég var að pæla í því, eftir að ég las bloggið hennar Ellýjar um það þegar konan kom heim að manninum sínum og vinkonu Ellýjar að gamna sér í baðinu, hvernig svona sögur væru ef þær snerust um konur á mínum aldri. Hef reyndar stundum hugsað um það líka þegar ég les svipaðar sögur og svokallaðar "feel-good"-bækur sem snúast velflestar um ævi og ástir kvenna á þrítugs- og fertugsaldri.

Konan sem kom þarna að manninum sínum og vinkonu Ellýjar gæti nefnilega hugsanlega verið ein af vinkonum mínum að drífa sig út á flugvöll og síðan á fund í Brussel, London eða einhverri annarri stórborg en slíkar borgir eru orðnar eins og annað heimili sumra vinkvenna minna. Hún mætti ekkert vera að því að stressa sig á svona smámunum, því það biðu hennar miklu mikilvægari málefni í Brussel.

Í framhaldi af þessu varð mér hugsað til bíómyndar sem var nýlega sýnd í Sjónvarpinu og gerð var eftir sögu Pearl S. Buck. Hún gerðist í Kína, þar sem Pearl bjó lengi, og fjallaði um konu sem var orðin dauðleið á því að þjóna eiginmanni sínum í hvívetna og fann því unga stúlku til að giftast honum og verða kona hans nr. 2. Sjálf varð hún svo ástfangin af presti sem rak munaðarleysingjahæli í nágrenninu en sú saga endaði með ósköpum þegar Japanir réðust inn í Kína.

Ef til vill var eiginkonan í sögu Ellýjar í sömu sporum og kínverska konan, nema hvað hún losnaði við að leita sjálf að konu nr. 2 handa kallinum. Ef marka má þá kínversku hefur hún verið dauðfegin því að maðurinn hafði fundið sér eitthvað til dundurs enda sjálf á leið til Brussel og hver veit hver beið hennar þar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband