Leita í fréttum mbl.is

Tíðkast svona kosningar í karlaboltanum?

Velti því fyrir mér hvort það tíðkist að kjósa fallegustu leikmennina í karlamótunum. Mig rekur ekki minni til þess. Frekar að besti leikmaðurinn sé kosinn. Og sá efnilegasti í yngri flokkunum. Alla vega eitthvað sem snýst um íþróttina.
mbl.is Guðrún fallegust á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Þetta var eitt skítt fréttblað í Finnlandi.

Svona svipað og ef DV væri með kosningu hérna á Íslandi.

Karlar eru ekkert síður kyngerðir en konur, sem er bara gott og blessað.

http://www.google.com/search?hl=en&client=safari&rls=en&q=sexiest+player+in+EURO+2008&aq=f&oq=&aqi=

Baldvin Mar Smárason, 8.9.2009 kl. 11:56

2 identicon

Já, karlar eru líka kyngerðir í fótboltanum

Má þar t.d. fyrst nefna Beckham.

Svo gæti listinn orðið langur eftir það.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:11

3 identicon

Það eru iðulega haldnar svona kosningar í kringum karlaboltann. Enska götublaðið The Sun, ásamt fleirum, er duglegt við það. Eðli málsins samkvæmt er þetta þó frekar bundið við götublöð en virtari miðla.

Þ.Hilmarsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:34

4 identicon

Ég sem gagnkynhneigður maður myndi sennilega stunda mök við Andrey Arshavin í Arsenal.

Einar S (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:48

5 Smámynd: Marilyn

Já það tíðkast - nb. þetta var ekki könnun/kosning á vegum mótsins heldur eitt blað í Finnlandi.

Hef sjálf mjög oft heyrt konur tala um karlana í boltanum, lærin á þessum og hvað hinn er sexy osfrv. 

Marilyn, 8.9.2009 kl. 13:04

6 identicon

Þú hefur nú ekki mikið fylgst með karla boltanum ef þú hefur ekki tekið eftir því að menn þar séu kyngerðir, eins og Baldvin benti á.

Veit ekki hversu oft ég hef rekist á kosningar um 'World's Sexiest Footballers'.

Ekki er heldur óalgengt að þeir séu látnir dansa um berir að ofan í auglýsingum, með gríðarlegum nærmyndum af kálfum, lærum, rössum og brjóstkössum. Eitthvað sem ég og flestir aðrir karlar höfum lítinn sem engan áhuga á.



David Beckham

David Beckham (1)

David Beckham (2)

David Beckham (3)

David Beckham (4)

David Beckham (5)

Cristiano Ronaldo

Cristiano Ronaldo (1)

Cristiano Ronaldo (2)

Cristiano Ronaldo (3)

Thierry Henry

Thierry Henry (1)

Thierry Henry (2)

Ítalska Landsliðið

Italy

Ég gæti flett svipuðu upp í allan dag... en ég er hræddur um  hvað fólk myndi halda ef þeir litu á skjáinn hjá mér. :D

Ég gæti gert það sama með ca. about hvaða karla íþrótt sem er. Því oftar sem hægt að er að taka myndir körlunum á engu nema nærbrókunum, því betra, virðist vera.

Treystu mér, það er ekki gert fyrir okkur karlmennina, það er gert til þess að gleðja augu kvenna, sem virðast kvarta mun, mun, mun minna  undan því heldur en myndum af kvenkyns íþróttafólki á nærbrókunum

Held að þú þurfir aðeins að opna augun fyrir því, Sonja, að karlar eru ekkert minna kyngerðir en konur. Það er einungis minna vælt undan því.

Þór (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:18

7 identicon

Hinn ítalski Paolo Maldini hefur gjarnan unnið svipaðar kosningar í kringum stórmót karla. Þetta er ekkert nýtt og ekkert sem bara konur "lenda" í...

Örvar (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:31

8 identicon

Kyngerðir er það eitthvað nýtt? Voru þeir þá kynlausir áður en þeir voru kyngerðir?

Óli (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:36

9 identicon

Haha, góður Óli...

Ég hef margoft séð götublöð vera með kosningu eftir HM og EM mót karla varðandi fallegasta knattspyrnumanninn. 

Krummi (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:44

10 identicon

Ég er greinilega ekki nógu vel að mér í gulu pressunni.

Þessar myndir hér að ofan eru allar eða velflestar auglýsingar og það er kannski annað mál ef fólk velur sjálft að láta stilla sér svona upp í auglýsingum. Og þó ekki því allt er þetta angi af sama meiði. Hlutgerving manneskjunnar og hún er ekkert betri þótt strákar eigi í hlut.

Sonja B. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:49

11 identicon

Það er kannski ekkert betra en það er samt bara verið að svara blogginu þínu og fyrirsögn.. þú ert augljóslega að bendla til þess að konur séu fórnarlömb af karlmönnum hér og að svona myndi aldrei gerast öfugt.. en það var rangt, um að gera að játa bara að þú hafðir algjörlega rangt fyrir þér, þá hefuru alla vega eitthvað stolt

Jóhann (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 16:28

12 identicon

Það er meira segja kosin besta hárgreiðslan í karlaboltanum....

svo ekki vera blanda þessu inní eitthvað feminsta/jafnrétti vitlausu því þetta er allt bara saklausar kosningar algjörlega óháð kyni. 

Gaur (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:15

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bara myndar stúlka og ekkert meir um það að segja.

Finnur Bárðarson, 8.9.2009 kl. 17:24

14 identicon

cannavaroÞeim hneyksluðu til sárabótar og vonandi einhverrar upplyftingar er hér mynd af þeim karlmanni sem ég held að hafi einna oftast orðið fyrir valinu sem flottasti karlinn í boltanum.

Hann heitir Fabio Cannavaro og hefur löngum verið fyrirliði Ítala.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 01:22

15 identicon

Og bara til að bæta við það sem fram hefur komið hér að ofan að þá efast ég ekki um að úrvalslið mótsins sem og besti leikmaðurinn verði valinn að mótinu loknu, en því lýkur nú ekki fyrr en á morgun.

Ólína Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband