15.7.2009 | 11:55
Fyrsta feilsporið
Þarna stígur Borgarahreyfingin sitt fyrsta feilspor. Því miður. Ég þóttist vera farin að sjá fram á að sú hreyfing yrði vinin í þeirri pólitísku eyðimörk sem við höfum búið við undanfarin ár.
Vonandi hverfa þau aftur til þess að greiða atkvæði samskvæmt samvisku sinni í hverju einstöku máli.
Bregðast trausti kjósenda" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Tenglar
Hér er tengill á heimasíðuna mína www.123.is/sonjab
- Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Þjóðbókasafn Íslendinga og bókasafn Háskóla Íslands
- Heimasíðan mín
Athugasemdir
Er þetta feilspor eða eðlileg forgangsröðun?
ESB er beinn þátttakandi í IceSave deilunni. Það var ekki verk Borgarahreyfingarinnar að spyrða þessi tvö mál saman.
ESB beitti sér af fullum þunga í málinu, gegn hagsmunum Íslendinga, eins og málsgögn sýna. Það er ekki virðingu Alþingis samboðið að sækja um aðild að ESB á meðan IceSave deilan er óútkljáð. Að klára það fyrst á að vera krafa, til að hreinsa andrúmsloftið og halda reisn.
Kannski eru þetta ekki þær ástæður sem O-listinn byggir á, en niðurstaðan er sú sama svo ég er mjög ánægður með afstöðu þeirra.
Haraldur Hansson, 15.7.2009 kl. 12:06
Persónulega, finnst mér þetta vera áhugaverð leið, sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa nú komið fram með, enda er vitað að ef Icesave deilan, stendur enn yfir þegar umsókn um ESB, væri sett in á fund utanríkisráðsherra ESB, þá væri ráðherrum Breta og Hollendinga, mjög í lófa lagið, að koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.
Flóknara er það ekki.
Það, er ekki hægt að láta eins, og þessi mál hafi enga tengingu. Samfylkingin, vill ekki hrófla við Icesave samningnum, vegna ótta við, nákvæmlega þ.s. ég er að lýsa.
Síðan, í kjölfar þessa tiltekna fundar, utanríkisráðherra aðildarríkjanna, hafa ríkin 2. mjög mörg önnur tækifæri, til að þvæla, tefja eða stöðva málið - nokkurn veginn, hvar sem er í ferlinu.
Með öðrum orðum, Icesave verður að leysa, til þess að innganga sé yfirleitt möguleg.
Sýnt hefur verið fram á að Icesave samningurinn, sé það slæmur að semja beri upp á nýtt. En, sú aðgerð inniber þá áhættu, sem öllum ætti að vera ljós, að umsókn Íslands muni tefjast, meðan á ný samningalota um Icesave, muni standa yfir.
Hvað vilja menn gera?
Er, innganga í ESB, svo stórt mál, að það einfaldlega verði að gangast undir Icesave?
Ég bendi á nýlegar hagspár, dökka spá Framvkæmdastjórnar ESB, um framtíðarhorfur í efnahagsmálum ESB, og spá AGS um horfur í heiminum öllum. Spá AGS, gerir ekki ráð fyrir neinum hagvexti í ESB, á næsta ári. Spá, Framkvæmdastjórnarinnar, beinlínis spáir því að hagvöxtur á Evrusvæðinu verði skaðaður í kjölfar kreppunnar, um 50%, og síðan, muni það taka nokkur ár fyrir það ástand að lagast, sbr "lost decade scenario":
"The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"
"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "
Kynntu, þér þessar skýrslur.
Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.