19.6.2009 | 10:16
Hærri skatta frekar en niðurskurð
Ef Tryggva finnst of skammt gengið hefði hann getað stungið upp á hærri hátekjuskatti og einnig hefði mátt hafa mörkin lægri - byrja t.d. hátekjuskattinn við fimmhundruð þúsundin. Það hefði ekki verið óeðlilegt, hvorki í ljósi aðstæðna né miðað við önnur lönd.
Það er hins vegar lausn sem sjálfstæðismenn sjá ekki - þeir vilja frekar skera niður heilbrigðiskerfið og skólana.
Vildu meiri niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Tenglar
Hér er tengill á heimasíðuna mína www.123.is/sonjab
- Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Þjóðbókasafn Íslendinga og bókasafn Háskóla Íslands
- Heimasíðan mín
Athugasemdir
Ég vil skera niður sendiráðin, öll með tölu.
Það hlýtur að vera hægt að finna einhver nytsöm störf fyrir þessa diplómata. Ef ekki þá er mun ódýrara að senda þeim tékka heim og skaffa þeim einkabílstjóra hér heima.
Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 10:23
Uhhm... það þarf að gera bæði, það blasir við öllum sem nenna að skoða tölurnar. Vinstrimenn vilja ekki snerta við "velferðarkerfinu" svokallaða þar sem örugglega hver króna nýtist vel við að bæta líf fólks. Er það ekki? Á meðan vilja hægri menn ekki heyra minnst á skattahækkanir.
Hvort tveggja er veruleikafirring.
BS (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 10:33
Svona pópúlismi varðandi sendiráð, "ofurlaun" í ríkisgeiranum, aðstoðarmenn þingmanna o.s.frv. hrekkur líka afar skammt. Það er sjálfsagt að fara með niðurskurðarsveðjuna um þau svið en það yrði aldrei nema til málamynda þar sem þetta er voðalega lítill partur af heildinni. Menntun, heilbrigðis og félagsmál eru megnið af ríkisútgjöldunum og það verður aldrei komist hjá því að skera niður þar.
Fólk getur tryllst og tekið aðra búsáhaldabyltingu á þetta, komið stjórninni frá og fengið nýja, en það breytir bara engu um veruleikann.
BS (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 10:40
BS, mér finnst þú taka stórt upp í þig að "hægrimenn megi ekki heyra minnst á skattahækkanir". Ef eitthvað er hæft í þessari fullyrðingu þá er það eingöngu í orði en ekki borði því Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandsmet í að auka útgjöld ríkisins.
Ef við erum með mjög takmarkað fé til ráðstöfunar og við þurfum að velja á milli þess að mennta börnin okkar, hlúa að sjúkum eða skera niður gljálífi og sendiráðsprjáli okkar litlu og ófjárráða dvergþjóðar þá deili ég þeirri skoðun ekki með þér að það sé popúlismi.
Sigurður Þórðarson, 20.6.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.