Leita í fréttum mbl.is

Enn er hoggið þar sem síst skyldi

Iðjuþjálfun geðdeildar Landspítalans verður lokað á morgun. Þar með verður að mestu hætt að veita geðsjúkum endurhæfingu, sem hefur verið þeim nauðsynlegur undirbúningur til að komast aftur út á vinnumarkaðinn.

Þarna finnst mér hoggið þar sem síst skyldi. Og raunar afar óskynsamlegt að reyna ekki að hjálpa fólki að fóta sig þegar það hefur þurft að takast á við jafn erfiða sjúkdóma og ýmsar geðraskanir eru.

Ástæða lokunarinnar er sú að ekki fæst starfsfólk þar sem það er á lægri launum á geðdeild Landspítalans en tíðkast annars staðar í ríkiskerfinu, fyrir sams konar vinnu.

Þarna er svo sannarlega sett stopp á fólk sem að öðrum kosti hefði átt möguleika á því að halda áfram og fara svo að takast á við lífið eins og allir aðrir.

Þetta er enn eitt bakslagið í heilbrigðiskerfinu.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband