Leita í fréttum mbl.is

Er atvinnulausu fólki hættara við slysum?

Undarlegt finnst mér að álykta strax sem svo að fólk sé að svindla og jafnvel að skaða sjálft sig og það að algjörlega óathuguðu máli.

Er ekki frekar líklegt að fólk sé veikara fyrir á þessum erfiðu tímum, ónæmiskerfið veikist hreinlega?

Hvað slysin varðar er ekki ólíklegt að stress og kvíði þeirra sem horfa fram á atvinnuleysi valdi því að þeim sé hættara við slysum.

 


mbl.is Tíðari veikindi - Fleiri slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég yrði nú ekkert hissa þó að þessi Teitur myndi slasast næstu daga.  Mér finnst maðurinn ófyrirleitinn að ætla fólki þetta , að skaða sjálft sig til að vera á hærri styrk.  Treystir hann sér til að gera það sjálfur, að skella sér undir vinnuvél, eða bíl?  Hann ætti nú að fara til sálfræðingis, og skifta um vinnu.

Hann reyndi að koma sér undan að segja það hreint út, en maður skilur nú fyrr en  skellur í tönnunum.  Svei-attann.

j.a. (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:11

2 identicon

Ég er þér innilega sammála. En þetta tortryggnisviðhorf, sem endurspeglar ekkert annað en neikvæða manneskjusýn, hefur verið ríkjandi í "blaði allra landsmanna" (MBL) frá því "elstu menn muna". Með svona hugsunarhætti -- já, og pólitískum áróðri -- er verið að gera lítið úr þeim sem minna mega sín og um leið verið að gera tortryggilegar allar pólitískar hugmyndir um almenna velferð

- BK

Baldur (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:20

3 identicon

Er bara ekki í lagi með fólk.  Þetta er nú bara svart á hvítu að tíðni veikinda og vinnuslysa eykst þegar fólk er á uppsagnarfresti.  ástæðurnar hins vegar geta verið fullkomlega "eðlilegar" því fólk er undir álagi, er ekki með hugan við það sem það er að gera og síðan eru því miður til þeir einstaklingar sem tilkynna vinnuslys sem stenst síðan ekki.  Það eru ekki margir sem gera það en þeir eru til.

Brynjar (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:55

4 identicon

Auðvitað eru reknir starfsmenn líklegri til þess að hringja sig inn veika. Þegar hvatinn til þess að standa sig vel er horfinn þá er meira freistandu að hanga heima þegar maður er með smá mánudagsveiki.

Tryggvi (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:12

5 identicon

"Auðvitað eru reknir starfsmenn líklegri til þess að hringja sig inn veika. Þegar hvatinn til þess að standa sig vel er horfinn þá er meira freistandu að hanga heima þegar maður er með smá mánudagsveiki."

OKEI og á fyrirtækið að borga þér fyrir mánudagsveikina þína? Ef það er í samninggnum þínum að þú VINNIR út uppsagnafrestinn þinn en hvatinn þinn er farinn... þá hlýtur hvati fyrirtækisins til að borga þér að hverfa líka, ekki satt?? Nei nei, þá yrði allt brjálað, vittu til!

Það er alltaf til fólk sem er tilbúið að ljúga upp veikindi eða skaða til þess að mjólka út eins mikla peninga fyrir eins litla vinnu og hægt er. Sem betur fer er þetta mjög mjög lág próssenta af fólki sem legst svona lágt, en við þekkjum öll einn eða tvo, er það ekki?

Erna (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:54

6 identicon

Erna  18:54

Ég veit ekki í hvaða félagsskap þú ert í, en ég þekki engann.

j.a. (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband