Leita í fréttum mbl.is

Samræmda vitleysan

Jæja, þá er fyrsta prófið búið, guði sé lof. Ég er sem sagt á kafi í samræmdu prófunum og við mæðginin erum búin að vera að læra íslensku hverja einustu lausa stund í marga daga. Vorum líka orðin nokkuð góð í orðflokkagreiningu þegar við hættum kl. 10 í gærkvöld og vitum nú alveg hver munurinn er á andlagi og sagnfyllingu!

Annars er ég á móti svona prófum sem leggja alla áherslu á bóklegar greinar og beina öllum í sama farveg. Hvers vegna er ekki hægt að velja um að taka samræmd próf í myndlist, textíl og tæknimennt jafnt og í bóklegu greinunum, fyrst verið er að hafa samræmd próf á annað borð? Og miklu frekar: hvers vegna ekki að leggja samræmdu prófin niður og finna aðrar leiðir til að meta stöðu nemenda út frá mismunandi hæfileikum þeirra og getu?

Það er ekkert annað í boði en samræmd próf í bóklegum greinum og því verða allir að leika sama leikinn með þeim afleiðingum að margir halda að það sé miklu merkilegra að velja bókleg svið í framhaldsskólunum heldur en þau verklegu. Þó bjóða sumir framhaldsskólar upp á mjög spennandi námsleiðir í list- og verkgreinum.

Síðan er talað um það á hátíðis- og tyllidögum að auka þurfi áhuga á verklegu námi.

Annað sem fylgir þessum blessuðu prófum er ægilegt stress yfir því í hvaða skólum börnin lenda. Þau geta ekki lengur sótt þá skóla sem eru næstir heimilum þeirra því skólarnir velja nemendurna inn eftir einkunnum. Og ef þau komast ekki inn í skólann sem þau setja í fyrsta sæti er ekki víst að þau komist í þann sem þau settu í annað sæti því sá tekur bara þá nemendur sem velja hann í fyrsta sæti.

Þetta er orðin einhver hringavitleysa sem ég botna ekki alveg í og skil ekki að sé nauðsynleg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband