Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Þrjár systur

Ég var fjarri góðu gamni á landsfundi Samfylkingarinnar, veik heima, en með hjálp nútíma tækni gat ég þó fylgst með helstu atburðunum. Guði sé lof fyrir tæknina. Mér þótti ræða formannsins okkar afspyrnu góð og heimsókn fulltrúa systurflokkanna í Danmörku og Svíþjóð sérstaklega ánægjuleg. Í framhaldi af viðtölum við þær Helle og Monu, og ræðum þeirra, varð mér hugsað til þess hve mikilvægt það er að jafnaðarmenn komist þangað sem ráðum er ráðið. Það leikur enginn vafi á því að sú velferð sem við búum við í okkar samfélagi er fyrst og fremst jafnaðarmönnum að þakka. Á árum áður áttu Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin stærstan hlut í baráttunni fyrir aukinni velferð.

Einhvern veginn höfum við þó aldrei náð eins langt með velferðina og jöfnuðinn og Danir og Svíar og þar sem ég horfði og hlustaði á þessar forystukonur jafnaðarmanna varð mér hugsað til þess að ástæðan fyrir því er náttúrlega sú að jafnaðarmenn voru lengst af ráðandi í Svíþjóð og Danmörku en við hér á Íslandi höfum búið við þann ófögnuð að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi í stjórnmálum hér á landi lengur en elstu menn muna. Og þar sem þeirra hugsjón snýst fyrst og fremst um það að skara eld að köku efnamanna hefur baráttan fyrir aukinni velferð hér á landi verið erfiðari og náð skemur.

Það er því alveg ljóst að til þess að hér verði hægt að bæta lífskjör almennings á næstu árum verðum við að koma íhaldinu frá og Samfylkingunni að.

Það sem varð þó til að kæta mig enn meir var það að eftir landsfundinn hringdi fjöldi manna, karla og kvenna, í mig og lýsti yfir ánægju sinni með fundinn, formanninn og þau málefni sem Samfylkingin hefur sett á oddinn.

Meðal þeirra sem hringdu voru týndir sauðir sem höfðu villst til vinstri-grænna á síðustu mánuðum, ungir sem aldnir og stöku sjálfstæðismenn. Þeir voru sammála um það að til þess að auka velferð, jafnrétti og frelsi í samfélagi okkar væri skynsamlegast að kjósa Samfylkinguna í vor.





« Fyrri síða

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband