Leita í fréttum mbl.is

Aftur til hverfaskólanna

Er ekki kominn tími til að hverfa aftur til gamla kerfisins þar sem krakkarnir fóru bara ósköp einfaldlega í þann skóla sem var næstur heimilum þeirra?

Mér hugnast ekki þessi elítu-hugsun og held að það sé betra að skólarnir séu bara þversnið af samfélaginu - endurspegli þann veruleika sem við búum öll í og unglingarnir eiga eftir að lifa og starfa í.

Fyrir nú utan mengunina sem hlýst af öllum akstrinum langar leiðir í skóla og meðfylgjandi kostnað. 

Samræmdu prófin voru slæm en þetta virðist enn verra.

Ég skil vel áhyggjur móðurinnar af tilfinningum dóttur sinnar, svona síendurtekin höfnun tekur á sálartetrið og við erum hér að tala um óharðnaða unglinga.

 

 

 


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ósammála þér. Það er hluti af þroskaferli þessarar stúlku að læra að skilja að maður fær bara ekki alltaf það sem maður vill. Punktur. Basta.

Þess utan þá eru einkunnir hennar alveg ágætar, en ekki svo góðar (miðað við fréttina) að hún geti náð allstaðar inn þegar henni sýnist. Þannig er það nú bara.

En hver veit, kannski er aumingja stelpugreyið í losti vegna heimskulegs fjölmiðlaupphlaups móðurinnar.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:53

2 identicon

Hvernig getur hún líka fullyrt að einkunnir í öðrum skólum séu óeðlilega háar?  Getur ekki verið að einkunnir dóttur hennar og annarra í hennar skóla hafi verið hífðar upp eins og hún gefur í skyn að aðrir skólar hafi gert?

Það er svo þeirra sem eldri eru og reyndari að hjálpa börnunum að sjá að þetta er ekki persónuleg höfnun.  Og kannski væri einmitt vert að reyna að koma þeim í skilning um það sem nú nefnir, að þessir elítu skólar eru hreint ekki málið...........?

Sandra (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:02

3 identicon

Að sjálfsögðu þurfa allir að læra að takast á við mótlæti en það er samt sem áður erfitt fyrir 16 ára unglinga að taka endurtekinni höfnun.

Ég sný ekki til baka með það að ég tel þetta "elítu"-fyrirkomulag slæmt, skólasamfélagið verður einsleitara þar sem valið er inn eftir einsleitum hæfileikum. Fólk þarf ekki bara að læra að taka höfnun - það þarf líka að læra að lifa og starfa í fjölbreytilegu samfélagi með einstaklingum sem búa yfir fjölbreytilegum hæfileikum - ekki bara hæfileikanum til að fá háar einkunnir í skólanum.

Það er margt annað mikilvægt í lífinu en háar einkunnir og skólarnir eiga að endurspegla það.

Sonja B. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:33

4 identicon

Sama hvaða skóla krakkar eru að koma úr finnst mér það bara sýna það best að allavega einhverjir skólar eru að hækka sínar einkunnir því meðaleinkunn sem þarf til að komast inn í flesta menntaskóla núna er talsvert hærri en hún var meðan samræmduprófin voru.

Eða kannski eru íslenskir unglingar alltaf að verða klárari og klárari. haha

Rúnar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:31

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Það er ekki alveg réttmætt að tala um þetta sem endurtekna höfnun, þar sem ég veit ekki betur en MR taki eingöngu inn nemendur sem velja þann skóla sem fyrsta val. Sama er að segja um alla þessa eftirsóttu skóla, MH, Versló og Kvennaskólann. Það er ekkert ólíklegt að hún hefði komist beint inn í MR með þessar einkunnir, hefði hann verið efstur hjá henni, það er erfiðara að komast inn í MH og Versló.

Ég vona sannarlega hennar vegna að það komist ekki í hámæli í MS hver hún er - efast um að það falli í góðan jarðveg að vera stelpan sem þurfti áfallahjálp vegna þess að hún neyddist að koma og læra með okkur hér.

Mig langar ekkert í hverfisskólakerfið aftur - þá væru börnin mín nefnilega neydd til að fara í MR

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.6.2009 kl. 22:10

6 identicon

Sæl Hildigunnur.

Ég geri ráð fyrir að stúlkan upplifi þetta sem endurtekna höfnun vegna þess að hún fær tvisvar sinnum nei.

Kvennó er líka í MR hverfinu, margir krakkar af Seltjarnarnesi þar sem ég bý, fóru bæði í MR og Kvennó þegar hverfa-kerfið var og hét. Og einhverjir sóttu í aðra skóla, t.d. í myndlistina í FB.

Hins vegar er sú hlið á þessu máli að flestir verða að lokum ánægðir í þeim skólum sem þeir lenda í því eins og þú segir þá eru fleiri skólar góðir. Félagar sonar míns sem enduðu í MS á samræmda tímanum eru allir mjög ánægðir þar þannig að ég á ekki von á öðru en að svo sé um aðra.

En höfnunin er alltaf sár, sérstaklega fyrir þá sem hafa lagt hart að sér við námið.

Önnur hlið er svo sú hvort þessar háu einkunnir náist með því að foreldrarnir greiði fyrir aukatíma, eins og dæmi eru um, en þá erum við komin út í annars konar ójöfnuð.

Sonja B. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:05

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

jámm, þetta með MR var nú svona tongue-in-cheek hjá mér, klárt ég styddi krakkana mína ef þau vildu fara í MR. Elsta dóttir mín fékk inni í MH í fyrrahaust (án keyptra aukatíma ;) ). Þar hefði ég líka viljað vera á sínum tíma en komst ekki, þar sem ég bjó í Garðabæ. Langaði ekki í skólann snobbsins vegna heldur vegna þess að ég sá fram á að eiga talsvert meira sameiginlegt með krökkum sem þangað sóttu heldur en þeim sem fóru í FG. Ég hef ekki skipt um skoðun á því enn. Sama segi ég með amk. mína elstu, hún á mikið frekar heima í andanum í MH heldur en MR eða Kvennó. Mér þætti afleitt að krakkar gætu ekki valið sér skóla heldur væru neydd til að sækja hverfisskólann sinn, sama hvernig andi er í honum og hvernig kennslu er háttað. Það er ekkert einfalt eða auðvelt við svona fyrirkomulag.

Auðvitað horfi ég á þetta frá sjónarhóli hins heppna, ég átta mig fullkomlega á því. En ég er bara búin að sjá hina hliðina í gegn um alla skólagöngu barna minna í grunnskóla, alla tíð hefur áhersla verið lögð á meðalmennsku ef ekki lægsta samnefnara í bekknum. Ekki vegna þess að kennarar vilji slíkt, þau hafa langflest verið öll af vilja gerð, heldur hafa þeir afskaplega lítið val með upp undir 30 börn í bekk stundum. Austurbæjarskóli þurfti meðal annars að leggja niður hraðferðaráfanga í ensku og stærðfræði fyrir 2-3 árum vegna þess að foreldrar hinna sem ekki treystu sér í hraðferð mótmæltu þessari vondu meðferð á vesalings afkvæmunum. Mér finnst þessi móðir vera á sömu línu og þeir foreldrar: Barnið Mitt Á Rétt Á Að Fá Allt Sem Það Vill.

Það sem ég myndi vilja sjá er að það verði hætt að mismuna skólum með því að borga eingöngu fyrir hvern útskrifaðan nemanda. Þar liggur versta mismununin, um leið og skólar fá jafnt fjármagn fyrir alla sem stunda nám í skólunum ættu þeir að losna úr þessum vítahring með að minna eftirsóttu skólarnir fá nemendur með lægri einkunnir og nemendur sem eru líklegri til að falla úr námi, sem þýðir minna fjármagn, sem þýðir verri aðstæður, sem þýðir enn minni eftirsókn í skólann.

Svo þekki ég reyndar einn strák sem byrjaði í MH, færði sig í Ármúlaskóla og er hæstánægður þar, segir að skólinn sé síst verri en MH...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.6.2009 kl. 11:30

8 Smámynd: Sonja B. Jónsdóttir

Hef ekki haft tíma til að kíkja á bloggsíðuna fyrr en nú. En svo við höldum áfram með framhaldsskólamálin þá er þetta ekki einfalt mál. Ef til vill mætti einfalda málin með því að taka út þetta 2., 3. og 4. val. Krakkarnir settu bara ósk um 1 skóla og yrði svo raðað út frá því. Þá kannski myndi nemandi með góða einkunn ekki lenda í því að komast hvergi inn eins og dæmi virðast vera um.

Ég þekki reyndar líka góð dæmi um Ármúlaskólann, nemendur sem hafa farið úr MS í Ármúlann og eru ánægðir þar og líka nemendur sem hafa farið beint í Ármúlann og eru mjög ánægðir þar. Svo held ég að Borgarholtsskólinn sé líka góður, þar er mjög fjölbreytt námsframboð. Ég heimsótti þann skóla þegar ég var sjálf í kennaranámi og var sérstaklega hrifin af þriggja kameru stúdíóinu þeirra og því sem þau voru að gera á fjölmiðlasviðinu.

Ég held að þú sért komin með mjög mikilvægan punkt þar sem þú talar um fjármagnið. Það hlýtur að vera mjög mikilvægt að jafna aðstöðu skólanna eins og þú segir því að þar sem brottfallið er mikið verða fjárhagsörðugleikarnir meiri. Það hlýtur að þurfa að koma til móts við skóla sem missa fleiri nemendur og frekar að auka aðstoð við nemendur svo þeir detti ekki út.

Annar skóli sem mér fannst líka spennandi þegar ég fór í skólaheimsóknir í mínu kennaranámi var Iðnskólinn, nú Tækniskólinn, þar var mjög fjölbreytt námsframboð og spennandi eins og ljósmyndun, margmiðlun og fatahönnun svo ég nefni nú bara nokkra greinar.

En ég fór nú aðallega að blogga um þetta vegna þess að mér fannst fólk ekki hafa nægilegan skilning á því sem er að gerast hjá krökkunum þegar þau eru að ganga í gegnum þetta ferli sem er orðið alltof flókið að mínu mat og jú - mér finnst skiljanlegt að ungir krakkar upplifi höfnun þegar þeir fá neitun frá hverjum skólanum á fætur öðrum og ég skil vel að þeim líði illa út af því. Og það finnst mér vont.

Sonja B. Jónsdóttir, 27.6.2009 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband