Leita í fréttum mbl.is

Hversu heitur reitur?

Jahérna hér, ekki hafa íbúarnir á Seltjarnarnesi verið inntir álits á þessu - hvað ætli hitinn sé mikill? Ef eitthvað er að marka grunsemdir um skaðleg áhrif eins og koma fram í meðfylgjandi grein, sem birtist á visi.is., hefði kannski verið ráð að bíða með þetta þar til málið hefur verið rannsakað betur! Og ég heyrði ekki betur í kvöldfréttunum á RÚV en að Vodafone-maðurinn segði að fólk þyrfti samt sem áður að vera með sínar eigin nettengingar heima hjá sér - til hvers er þetta þá?

Vísir, 21. maí. 2007 11:18

Hætta af þráðlausum internettengingum

mynd
MYND/Getty Images

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar:

Heilsuverndarstofnun Bretlands íhugar nú að rannsaka hugsanlega hættu af þráðlausum internettengingum í skólum. Sir William Stewart yfirmaður stofnunarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að vaxandi áhyggjur væru af áhrifum geislunar á börn.

Panorama þáttur BBC sýndi þátt nýverið þar sem í ljós kom að útgeislun í skólum væri þrisvar sinnum hærri en sú útgeislun sem stafar af farsímamöstrum.

Könnun þáttarins leiddi í ljós að geislun frá fartölvu sem tengd er þráðlaust væri þrisvar sinnum hærri en frá farsímamastri. Talið er að þráðlaus net séu í boði í 50-70 prósentum skóla í Bretlandi.

Breska dagblaðið Guardian sagði þó að könnun BBC væri afar óvísindaleg.

Nú er einnig kallað eftir rannsókn á geislun í borginni Norwich sem nýverið var gædd þráðlausu interneti. Borgin er sú fyrsta í Bretlandi sem tileinkar sér tæknina, en nú er mögulegt að tengjast netinu hvar sem er í Norwich. Meira en 200 loftnetum var komið fyrir víða um borgina.

Sigurður Harðarson rafeindavirki segir þráðlaust samband vera breytilegt eftir tíðnisviði og styrkleika sendanna. Stór þráðlaus kerfi í skólum geti haft áhrif á börn seinna, en þó sé fólk misjafnlega viðkvæmt fyrir því. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um afleiðingarnar þar sem rannsóknir séu skammt á veg komnar.

Þó sé talið að afleiðingar geti verið þær að ef fólk sé mikið inn í rafsegulsviði þá brjóti það niður ónæmiskerfi líkamans á einhverjum tíma, svipað og með áhrif lyfja.

Sem dæmi um rafsegulgeislanir geti borðlampi sem er vitlaust tengdur gefið frá sér töluverða geislun, það mikla að fólk finni fyrir því. Rafmagnshitapokar séu einnig afar varhugaverðir þar sem rafsegulsviðið umkringi líkamann.

Farsíma eigi fólk sömuleiðis ekki að leggja beint að eyranu. Handfrjáls þráðlaus búnaður hafi mun lægri tíðni en annað áreyti í kringum okkur, meðal annars frá heimilistækjum. Reglan sé sú að eftir því sem búnaðurinn er skammdrægari, því minni áhrif hafi hann.


mbl.is Stærsti heiti reitur í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það er ekkert mark takandi á þessu.  Það er einungis talað við rafeindavirkja!  Af öllum þeim fræðimönnum sem hægt var að tala við, t.d. geislafræðing, röntgenlækni, eðlisfræðing og fleiri mætti telja.  Rafeindavirkja!  Ekki nema það þó...

Sigurjón, 30.10.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Sonja B. Jónsdóttir

BBC talaði reyndar við yfirmann Heilsuverndarstofnunar Bretlands sem íhugar nú að rannsaka hugsanlega hættu af þráðlausum nettengingum í skólum - hann sagði að áhyggjur af áhrifum geislunar á skólabörn færu vaxandi.

Málið er semsagt umdeilt og órannsakað. Það væri kannski ráð að rannsaka það betur áður en farið er út í svo stórvægilegar aðgerðir sem hér er verið að kynna.

Reyndar kemur líka fram að borgin Norwich í Englandi sé þegar vædd þráðlausu interneti. Ég geri ráð fyrir að hún sé stærri en bæjarfélagið hérna á Nesinu.

Með fullri virðingu fyrir þeim fræðimönnum sem þú telur upp þá vita rafeindavirkjar ýmislegt um rafmagn.

Bestu kveðjur.

Sonja B. Jónsdóttir, 31.10.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband