Leita í fréttum mbl.is

Hverjir eru bestir?

Maðurinn minn, sem stundar Neslaugina á morgnana, var spurður að því um daginn hvað hann ætlaði að kjósa. Hann svaraði að bragði: "Ég ætla að kjósa þann flokk sem boðar mesta jöfnuðinn og er með skýrustu framtíðarsýnina." "Nú," sagði þá sá sem spurði, "þú ætlar sem sagt að kjósa Samfylkinguna." Þetta var sjálfstæðismaður sem spurði en hann var engu að síður með það á hreinu hverjir væru bestir!

Við félagarnir í Kraganum áttum mjög ánægjulegar stundir í gær þegar við vorum að heimsækja fólk á Seltjarnarnesi og gefa því jafnaðarmannarósir. Okkur var í einu orði sagt afskaplega vel tekið, margir sögðust ætla að kjósa okkur og sumir voru þegar búnir að því vegna þess að þeir voru að fara til útlanda fyrir kjördag.

Sem sagt: Skemmtilegur dagur á Seltjarnarnesi og góður byr í Kraganum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mér hefði aldrei dottið Samfylkingin í hug ef hann hefði nefnt skýrustu framtíðarsýnina,stefna ykkar er mjög óskýr í mínum huga.

Ragnar Gunnlaugsson, 7.5.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband