Leita í fréttum mbl.is

Góður byr fyrir velferðarmálin

Góðar fréttir. Nú blæs byrlega fyrir Samfylkinguna sem hefur komið sínum málefnum vel til skila að undanförnu. Við Íslendingar erum jafnaðarmenn að hjartalagi, ég er alveg viss um það. Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn og viljum að búið sé vel að öllum börnum, þótt þau búi ekki í sama húsi og við. Við viljum ekki að sum börn fái ekki tannlæknaþjónustu vegna fátæktar.

Við viljum ekki að börn sem þjást af geðsjúkdómum þurfi að bíða von úr viti eftir því að fá læknismeðferð og heldur ekki að börn með þroskafrávik þurfi að bíða mánuðum og árum saman eftir greiningu og meðferð.

Við viljum búa eldri borgurum gott ævikvöld og útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum.

Við viljum jafnrétti og aukna velferð.


mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Hvernig í ósköpunum getur þú túlkað það sem "góðan byr fyrir velferðarmálin" þegar ríkisstjórnin heldur vel velli og vinstriflokkarnir samanlagt fá einungis sama fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn? Hvernig í ósköpunum getur þú túlkað þetta sem góðar fréttir? Eða ert þú einn af "gerfivinstrimönnunum" sem skiptir mestu máli að VG fái sem minnst fylgi, skítt með það að ríkistjórnin auki meirihluta sinn á þingi.

Annars verður maður að vona að Sjálfstæðisflokkurinn sé vel ofmetinn um 4-5% fylgi í þessari könnun. Tölurnar sem birtar voru nýlega úr Reykjavík Norður voru frábærar, vinstriflokkarnir með vel yfir 50% fylgi og exbé fjarri því að ná manni inn. Það var könnun sem vert var að fagna, ekki þessi lélega könnun sem voru slæmar fréttir fyrir vinstrimenn. 

Guðmundur Auðunsson, 4.5.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband