Leita í fréttum mbl.is

Góðir grannar

Það gladdi mitt femíníska hjarta að frétta það að nú verða konur í fyrsta sinn í sögunni
í meirihluta ráðherraliðsins í Finnlandi, 12 konur af 20 ráðherrum. Finnar eru því ekki aðeins framsæknir í mennta- og efnahagsmálum heldur einnig í jafnréttismálum. Tarja Halonen forseti Finnlands skipar stjórnina formlega í dag. Við þurfum meira af þessu.

Góðu fréttirnar frá Noregi eru þær að Norðmenn með jafnaðarmanninn Jens Stoltenberg forsætisráðherra í fararbroddi, ætla að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stoltenberg lýsti þessu yfir á landsfundi Verkamannaflokks Noregs, þar sem hann sagði að minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda sé mikilvægasta verkefni samtímans. Markmið norsku jafnaðarmannanna er það að Noregur verði "grænt land" árið 2050. Áfangamarkmið eru að árið 2012 muni Noregur ná því að standa við Kyotobókunina og 10% betur og 2020 verði Norðmenn búnir að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 30%. Og Norðmenn ætla að gera enn betur því Stoltenberg lofaði flokksfélögum sínum því að fyrir árið 2050 muni Noregur kaupa losunarkvóta fyrir gróðurhúsalofttegundir sem nemur þeirri losun sem áfram verði í landinu. Þannig verði Norðmenn skuldlausir við umheiminn miðað við Kyotobókunina og það sem meira er: þeir muni ekki nota þann kvóta sem þeim er úthlutað samkvæmt pappírunum.

Jafnaðarmenn fögnuðu þessum yfirlýsingum Stoltenbergs með miklu lófataki á landsfundi sínum. 

Það gera jafnaðarmenn á Íslandi líka, enda umhverfismálin mikilvæg fyrir okkur öll.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sonja B. Jónsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband